Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna snjómoksturs

Málsnúmer 201810014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna snjómoksturs. Fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja eru eftirstöðvar af þeim kr. 19.550.001 sem áætlaðar voru til snjómoksturs á árinu 2018 kr. 1.601.226.
Ef tekið er meðaltals kostnaður í október-desember á árunum 2013 til 2017 þá er hann kr. 9.668.585.
Undirritaður óskar eftir viðauka kr. 8.500.000 á 10-60-4948 út frá reynslu fyrri ára.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 5.000.000 við deild 10600 og lykil 4948, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna snjómoksturs. Fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja eru eftirstöðvar af þeim kr. 19.550.001 sem áætlaðar voru til snjómoksturs á árinu 2018 kr. 1.601.226. Ef tekið er meðaltals kostnaður í október-desember á árunum 2013 til 2017 þá er hann kr. 9.668.585. Undirritaður óskar eftir viðauka kr. 8.500.000 á 10-60-4948 út frá reynslu fyrri ára. Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 5.000.000 við deild 10600 og lykil 4948, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 5.000.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.