Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka 2018 - Vinnuskóli

Málsnúmer 201809140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við deild 06270 til lækkunar á launakostnaði annars vegar að upphæð kr. -3.261.440 og hins vegar til gjalda að upphæð kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum sem falla ekki til. Nettó breytingin er því lækkun á kostnaði að upphæð kr.- 3.261.440. Launabreytingin er komin til vegna þess að færri komu til starfa við Vinnuskólann er áætlað var. Seld þjónusta vinnuskólans var engin þar sem svo fáir voru að vinna og þá er ekki svigrúm til að taka að sér verkefni sem gefur tekjur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 06270, nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018, kr. - 3.261.440 til lækkunar á launakostnaði og kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum, lykill 0290. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 882. fundi byggðaráðs þann 04.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við deild 06270 til lækkunar á launakostnaði annars vegar að upphæð kr. -3.261.440 og hins vegar til gjalda að upphæð kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum sem falla ekki til. Nettó breytingin er því lækkun á kostnaði að upphæð kr.- 3.261.440. Launabreytingin er komin til vegna þess að færri komu til starfa við Vinnuskólann er áætlað var. Seld þjónusta vinnuskólans var engin þar sem svo fáir voru að vinna og þá er ekki svigrúm til að taka að sér verkefni sem gefur tekjur. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 06270, nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018, kr. - 3.261.440 til lækkunar á launakostnaði og kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum, lykill 0290. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. -2.923.618 nettó til lækkunar og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.