Frá Eyþingi; Kjördæmavika

Málsnúmer 201809136

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 26. september 2018, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku.

Fram kom á fundinum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar sóttu fundinn með þingmönnum kjördæmis Norðurlands eystra miðvikudaginn 4. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 920. fundur - 27.09.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur 24. september 2019, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku en þingmenn NA-kjördæmis munu hitta fulltrúa sveitarfélaganna í Eyjafirði mánudaginn 30. september í Hofi, Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri og einn úr byggðaráði sæki fundinn og mæli fyrir málefnum Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Til kynningar og umræðu hjá byggðaráði málefni sem voru lögð fram af hendi Dalvíkurbyggðar á fundi 29. október sl.með þingmönnum Norðurlands eystra og sveitarfélögum á svæðinu í kjördæmaviku.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1018. fundur - 24.02.2022

Með fundarboði fylgir listi yfir málefni frá Dalvíkurbyggð sem sveitarstjóri kynnti þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, fyrir hönd sveitarstjórnar, þann 15. febrúar 2022. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í kjördæmaviku.
Lagt fram til kynningar.