Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 21. september 2018, þar sem stjórn UMFÍ óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina ár hvert. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í fyrsta skipti á Dalvík árið 1992 og hefur síðan þá vaxið og dafnað. Nú er svo komið að Unglingalandsmót UMFÍ er orðinn ómissandi viðburður hjá mörgum fjölskyldum um verslunarmannahelgi. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018.
Til umræðu ofangreint.