Fjárhagsáætlun 2019; Frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju - beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum.

Málsnúmer 201808100

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 31. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir áframhaldandi styrk á móti fasteignagjöldum vegna Dalvíkurkirkju.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir.

Menningarráð - 69. fundur - 19.09.2018

Guðmundur Kristjánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið kl. 9:15.
Á 876. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 6. september sl., var tekið fyrir umsókn frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju um áframhaldandi styrk vegna Dalvíkurkirkju.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Einnig felur byggðaráð sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir ársreikningi og/eða fjárhagsáætlun sóknarnefndar Dalvíkursóknar með vísan til reglna sveitarfélagsins um almennar styrkumsóknir.
Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145.
Guðmundur Kristjánsson kom aftur inná fundinn kl.9:20

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 69. fundi menningarráðs þann 19. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 150.000. Styrkurinn tekinn af lykli 5810-9145. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Menningarráð - 70. fundur - 06.12.2018

Styrkveiting menningarráðs til sóknarnefndar Dalvíkurkirkju 2019
Lagt fram til kynningar.