Fjárhagsáætlun 2019 - frá Íbúasamtökum Hauganess - ýmis mál

Málsnúmer 201809014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.

Umhverfisráð - 310. fundur - 07.09.2018

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.
Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Á 876. fundi byggðarráðs þanna 6.9.2018 var tekið fyrir neðangreint erindi:
„Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Hauganesi, bréf móttekið þann 3. september 2018, þar sem fram koma áherslur íbúasamtakanna hvað varðar meðal annars umhverfismál, umferðarmál, snjómokstur, gangstéttir og götur.“

Afgreiðsla byggðarráðs var á þá leið að: „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og að óska eftir rökstuddum tillögum að afgreiðslu. Einnig er þeim hluta er varðar gömlu bryggjuna vísað til veitu- og hafnaráðs.“

Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
Samþykkt með fimm atkvæðum."

Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Erindið sem um ræðir er að loka fyrir umferð að gömlu bryggjunni og seinna uppbygging á henni. Í erindinu er einnig bent á að það sé álit íbúa að um menningarverðmæti sé að ræða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gera ráð fyrir því að gera ráð fyrir kr. 800.000,- til lagfæringar á henni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og að lokað verði fyrir umferð fram á bryggjunna. "

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.