Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Húsnæði og troðari

Málsnúmer 201802112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem fjallað er um geymsluhúsnæði skíðasvæðisins annars vegar og endurnýjun á snjótroðara hins vegar. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um þessi mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 99. fundur - 03.04.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða nánar við skíðafélagið vegna endurnýjunar á snjótroðara og framtíðarhúsnæði samkvæmt umræðum á fundinum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 100. fundur - 15.05.2018

Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem fjallað er um geymsluhúsnæði skíðasvæðisins annars vegar og endurnýjun á snjótroðara hins vegar. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um þessi mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. "

Á 99. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða nánar við skíðafélagið vegna endurnýjunar á snjótroðara og framtíðarhúsnæði samkvæmt umræðum á fundinum."

Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins. Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. maí 2018, sem var sent til íþrótta- og æskulýðsráðs í framhaldi af fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 13. apríl s.l. Fram kemur að leið 2 sem íþrótta- og æskulýðsráð lagði til vegna viðhalds á snjótroðara er áætlað að kosti kr. 4.774.879 og er innifalið 3 nýjar aðaldælur, ný fæði og drifdæla, milligírar yfirfarnir og vinna við dæluskiptin.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs hvað varðar leið 2 í greinargerð Skíðafélags Dalvíkur til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Að sama skapi samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa áætlunum Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái Hreiður allt til afnota nú þegar, sbr. erindi frá félaginu 21. febrúar 2018.

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins. Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. maí 2018, sem var sent til íþrótta- og æskulýðsráðs í framhaldi af fundi með íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 13. apríl s.l. Fram kemur að leið 2 sem íþrótta- og æskulýðsráð lagði til vegna viðhalds á snjótroðara er áætlað að kosti kr. 4.774.879 og er innifalið 3 nýjar aðaldælur, ný fæði og drifdæla, milligírar yfirfarnir og vinna við dæluskiptin. Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs hvað varðar leið 2 í greinargerð Skíðafélags Dalvíkur til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Að sama skapi samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa áætlunum Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái Hreiður allt til afnota nú þegar, sbr. erindi frá félaginu 21. febrúar 2018."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til frekari útfærslu hvað varðar áætlanir Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu geymsluhúsnæðis og óskar eftir rökstuddri tillögu ráðins.

Hvað varðar viðhald á snjótroðara þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeim lið til sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 103. fundur - 18.09.2018

Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun.
Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019".

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára. Skíðafélagið hefur nú þegar skilað inn slíkri áætlun. Varðandi viðhald á troðara 2019 þá verður það afgreitt undir lið 5 "Starfs-og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019"."

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.