Fjárhagsáætlun 2019; Frá Hestamannafélaginu Hringi; styrkur / mótframlag vegna reiðvegagerðar

Málsnúmer 201809017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hringi, rafbréf dagsett þann 3. september 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til reiðvegagerðar. Fram kemur að félagið áformar að sækjast eftir að fá styrk frá Reiðvegasjóði Vegagerðarinnar og LH á bilinu kr. 1.500.000 - kr. 2.500.000 og óskar eftir að sveitarfélagið leggi félaginu til krónu á móti krónu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar einnig eftir að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kanni hvernig áform félagsins um reiðvegagerð falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 103. fundur - 18.09.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum.
Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Á 103. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 19. september 2018 var eftirfarandi bokað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkur vegna reiðvegagerðar fyrir árið 2019 verði kr. 2.500.000.- með fyrirvara um að slíkt falli að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Reynslan sýnir að utanaðkomandi styrkir til reiðvegagerðar verða hærri ef sveitarfélög leggja til fjármagn á móti slíkum styrkjum. Styrktarsamningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð gilda út árið 2019 og óskar íþrótta- og æskulýðsráð að fyrir vinnu við endurnýjun styrktarsamninga við félögin muni öll íþróttafélögin leggja fram sína framtíðarsýn og kostnaðaráætlun á uppbyggingu á sínum íþróttasvæðum til næstu 5-10 ára."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.