Starfsmannamál 2017 og 2018 Krílakoti og verkefnastjóri sérkennslu

Málsnúmer 201806077

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 227. fundur - 26.06.2018

Ágústa K. Bjarnadóttir og Arna Arngrímsdóttir komu til fundar klukkan 8:56.
Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kynnti erindi hans og leikskólastjóra Krílakots sem lagt verður fyrir byggðaráð og að hluta til var lagt fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar er gerð grein fyrir stöðugildum 2017 og 2018 og beiðni um ráðningu verkefnastjóra sérkennslu. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, skýrði stöðu starfsmannamála nánar á fundinum.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, lagði áherslu á mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og að þeim sé kynnt mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar við upphaf starfsferils.
Katrín fór af fundi klukkan 9:27

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:30.

Á 227. fundi fræðsluráðs þann 26. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kynnti erindi hans og leikskólastjóra Krílakots sem lagt verður fyrir byggðaráð og að hluta til var lagt fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar er gerð grein fyrir stöðugildum 2017 og 2018 og beiðni um ráðningu verkefnastjóra sérkennslu. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, skýrði stöðu starfsmannamála nánar á fundinum.
fram til kynningar. Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, lagði áherslu á mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og að þeim sé kynnt mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar við upphaf starfsferils",

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs,dagsett þann 21. júní 2018, er varðar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti og samantekt á stöðugildum við Krílakot 2017 og fyrstu fjóra mánuði ársins 2018.

Fram kemur að árið 2017 var upprunaleg heimild stöðugilda 23,6. Með samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun 2017 var heimild stöðugilda árið 2017 25,43 en raun varð 24,65. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun er heimild stöðugilda nú 27,3 en fyrstu 4 mánuði ársins er fjöldi stöðugilda 29,63 eða 2,33 umfram heild. Launakostnaður fyrstu 4 mánuði ársins er því um 6,0 m.kr. umfram heimild. Í upphafi ársins 2018 var ráðið inn í 3 stöðugildi vegna veikinda starfsmanna en ekki var gert ráð fyrir þeim stöðugildum í launa- og fjárhagsáætlun 2018. Óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra sérkennslu sem þýðir 25% aukning á stöðugildi og kostnað um 2,0 m.kr.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.