Frá Prima lögmönnum ehf., Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september s.l. var eftirfarandi bókað, málsnr. 201708087:
"Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir stækkun á lóð við íbúðarhúsið við Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsókn um stækkun á lóðinni Árskógur lóð 1 og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Karl Ingi Atlason situr hjá."

Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september s.l. var eftirfarndi bókað og samþykkt:

"Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason sem leggur til eftirfarandi tillögu:
'Lagt er til að fresta ákvörðun um stækkun lóðar sem er tilkomin vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Óskað er eftir umsögnum frá Árskógarskóla, íbúasamtökum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og hugsanlega fleirum. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála er falið að óska eftir umsögnum.'

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 846. fundur - 23.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð."

Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum.

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústsyni, kl. 13:00. Einnig mættu á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað:
"Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð." Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum."

Til umræðu ofangreint.

Friðrik, Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:54.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:19.
Árni vék af fundi kl. 14:23.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður byggðaráðs á fundinum.

Byggðaráð - 850. fundur - 04.01.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:11.

Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústssyni. Einnig mættu á fundinn Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður byggðaráðs á fundinum.

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og heimild.

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram.

Byggðaráð - 855. fundur - 08.02.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:45.

Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram."

Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 5. febrúar 2017, fyrir hönd Guðraðar Ágústsonar og Freydísar Dönu Sigurðardóttur þar sem fram koma tillögur þeirra í tengslum við ef hesthús verði reist á annarri lóð en þau upprunalegu ætluðu.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:25.

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 861. fundur - 28.03.2018

Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi:
"Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 864. fundur - 18.04.2018

Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 865. fundur - 26.04.2018

Bókað í trúnaðarmálabók.

Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn kl. 13:00 undir þessum lið.

Kristján Guðmundsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:28.

Börkur Þór vék af fundi kl. 13:40.

Byggðaráð - 867. fundur - 11.05.2018

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
"Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "

Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:00 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra.

Landbúnaðarráð - 117. fundur - 11.05.2018

Undir þessum lið komu á fund landbúnaðarráðs Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, kl. 13:30.

Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
'Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: 'Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. '

Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:30 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra."
Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, viku af fundi kl. 13:57.
Ráðið þakkar þeim Bjarna og Guðmundi fyrir yfirferð á stöðu málsins.

Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi.
Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins.

Landbúnaðarráð - 118. fundur - 14.05.2018

Á 117. fundi landbúnaðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi.
Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins."
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha.
Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali.
Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Undir þessum lið kom á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 09:47, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sat fundinn áfram.

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. var samþykkt sú tillaga að vísa afgreiðslu landbúnaðarráðs frá 118. fundi þann 14. maí 2018 til umfjöllunar byggðaráðs.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs var eftirfarandi:
"Á 117. fundi landbúnaðarráðs var eftirfarandi bókað: "Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi. Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins."
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha. Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali. Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár. Samþykkt með þremur atkvæðum. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá PRIMA lögmönnum, dagsettur þann 16. mái 2018, þar sem fram kemur að umbjóðendur PRIMA, eigendur að Árskógi lóð 1, eru ekki alveg sátt við ofangreinda tillögu og lausn landbúnaðarráðs frá fundinum 14. maí s.l. Lagt er til eftirfarandi lausn:

a) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað 2 hektarar í kringum lóð hússins, norðan við Hauganesveg sbr. samkomulag.
b) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem landbúnaðarráð er að bjóða núna, þá til 5 ára með framlengingarmöguleika. Það verði beitiland þeirra á meðan unnið er upp land norðan við Hauganesveg.
c) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem fram kemur í bréfi Péturs Einarssonar (ca. 15-20 hektara norðan við Hauganesveg) en sett verði inn í samninginn skilyrði að vinna upp landið og að þau megi ekki beita það fyrr en það sé hæft til beitar.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sínum með eigendum að Árskógi lóð 1 annars vegar og fulltrúum íbúasamtakanna á Hauganesi hins vegar.

Til umræðu ofangreint.


Árni vék af fundi kl. 10:26

Börkur vék af fundi kl. 10:54.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins.

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 samþykkti byggðaráð að fela sveitastjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda byggðaráðs og samtölum sínum við eigendur að Árskógi lóð 1 að lausnum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 samþykkti byggðaráð að fela sveitastjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda byggðaráðs og samtölum sínum við eigendur að Árskógi lóð 1 að lausnum. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu mála og samningaviðræðum við eigendur að Árskógi lóð 1 um lausnir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Sveitarstjóri greindi frá lausn mála vegna umsóknar um lóðarstækkun við Árskóg. Fengið var virðismat frá tveimur fasteignasölum og gert tilboð á grundvelli þeirra í húseignina Árskóg lóð 1. Eigendur að Árskógi hafa samþykkt kauptilboð Dalvíkurbyggðar. Verið er að leita lausna fyrir vetrarhólf til útigjafar fyrir 6-8 hross í nágrenni Ytra-Holts.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð felur fjármála-og stjórnsýslustjóra, sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að ganga frá málinu á grundvelli kauptilboðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 22 fjárfestingu á málaflokki 32 kr. 30.440.800 miljónir til lækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldinu verði húseignin Árskógur lóð 1 auglýst til sölu.