Fræðsluráð

227. fundur 26. júní 2018 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir Starfsmaður á Fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá
Þórhalla Franklín Karlsdóttir, aðalmaður, boðaði forföll vegna fundar í félagsmálaráði á sama tíma. Steinunn Jóhannsdóttir sat fundinn í hennar stað. Júlíana Kristjánsdóttir, varamaður, Kristján Guðmundsson, varamaður og Þórunn Andrésdóttir, varamaður sátu fundinn undir liðum 1-3. Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður boðaði forföll þar sem hún sat á sama tíma fund sem aðalmaður í félagsmálaráði.
Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri Krílakots og Arna Arngrímsdóttir, nýr fulltrúi starfsmanna leikskóla, sátu fundinn undir liðum 4-7. Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, mætti ekki og enginn kom í hans stað.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóla, sátu fundinn undir liðum 5-8.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-4.

1.Gagnagátt - Fræðsluráð

Málsnúmer 201806086Vakta málsnúmer

Kynning á gagnagátt fyrir aðal- og varafulltrúa í fræðsluráði.
Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. lög, gildi fræðslu- og menningarsviðs, siðareglur, reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi, fjárhagsáætlunarferli og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna.

2.Fundartími fræðsluráðs

Málsnúmer 201806087Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður, lagði til að fastur fundartími fræðsluráðs verði annar miðvikudagur í mánuði og að fundir hefjist klukkan 8:00.
Tillagan samþykkt án mótatkvæða.

3.Tilnefning ritara

Málsnúmer 201806088Vakta málsnúmer

Formaður lagði til að starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs riti fundargerðir ráðsins.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þórunn Andrésdóttir, Júlíana Kristjánsdóttir og Kristján Guðmundsson fóru af fundi klukkan 8:53.
Ágústa K. Bjarnadóttir og Arna Arngrímsdóttir komu til fundar klukkan 8:56.

4.Starfsmannamál 2017 og 2018 Krílakoti og verkefnastjóri sérkennslu

Málsnúmer 201806077Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kynnti erindi hans og leikskólastjóra Krílakots sem lagt verður fyrir byggðaráð og að hluta til var lagt fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar er gerð grein fyrir stöðugildum 2017 og 2018 og beiðni um ráðningu verkefnastjóra sérkennslu. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, skýrði stöðu starfsmannamála nánar á fundinum.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, lagði áherslu á mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og að þeim sé kynnt mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar við upphaf starfsferils.
Katrín fór af fundi klukkan 9:27
Gísli og Guðríður komu til fundar klukkan 9:25

5.Innra mat skóla 2017-2018

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla og matsáætlun næsta skólaárs. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Gunnþór E. Gunnþórsson, fráfarandi skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla liggja ekki fyrir.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla verða lagðar fram í ágúst.

6.04-Fjárhagslegt stöðumat

Málsnúmer 201806098Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á deild 04 - janúar til og með maí 2018.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Arna og Ágústa fóru af fundi klukkan 10:30.

7.Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Málsnúmer 201806065Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu dags. 5. júní 2018 þar sem kynntir eru fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030. Fundir fyrir Eyjafjarðarsvæðið verða 1. og 2. október, annars vegar fyrir forsvarsmenn sveitarfélaga og ábyrgðaraðila málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og hins vegar fyrir fulltrúa kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-. grunn- og framhaldsskóla, fulltrúa foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála.
Lagt fram til kynningar.

8.Ný kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201806079Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Taka þarf ákvörðun um hvernig kennarar skili inn gögnum um val á launatöflum.
Lagt fram til kynningar. Samþykkt með 5 atkvæðum að kennarar skili gögnum til launafulltrúa í pappírsformi.

Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:45.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir Starfsmaður á Fræðslu- og menningarsviði