Félagsmálaráð

219. fundur 26. júní 2018 kl. 08:15 - 10:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Varamenn félagsmálaráðs þau Haukur Gunnarsson, Dana Jóna Sveinsdóttir, Kristín Heiða Garðarsdóttir, Guðfinna Ásdís Arnardóttir og Marinó Þorsteinsson voru boðaðir til fundar undir fyrsta lið.

Kristín Heiða Garðarsdóttir boðaði forföll og Marinó Þorsteinsson boðaði ekki forföll og mætti ekki til fundar.

1.Gagnagátt 2018-2022, félagsmálasvið

Málsnúmer 201806092Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram reglur félagsmálasviðs sem og reglur er lúta að málefnum sviðsins. Farið var yfir starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2018.

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom á fund kl 8:25

Varamenn viku af fundi kl 9:15

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806095Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201806095

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806097Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201806097

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806096Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201806096

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705177Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201705177

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806062Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201806062
Bókað í trúnaðarmálabók

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806112Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201806112
Bókað í trúnaðarmálabók

8.Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Málsnúmer 201806002Vakta málsnúmer

Erindi barst dags. 1. júní 2018 frá Jafnréttisstofu.Þar vill Jafnréttisstofa minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaganna. Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin:
- 12. gr. laganna sem kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Skulu nefndirnar hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára í senn sem leggja skal fram til samþykktar hjá sveitarstjórn.
-15. gr laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
Félagsmálaráð fór yfir kynjahlutföll í nýskipuðum nefndum sveitarfélagsins. Kynjahlutföll eru í samræmi við 15.gr jafnréttislaga. En vakin er athygli á að í umhverfisráði sitja fjórar konur og einn karlmaður og í byggðarráði einungis karlmenn.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að leggja fram drög að jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára á næsta fundi ráðsins.

9.Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.

Málsnúmer 201805114Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Nefndarsviði Alþingis dags. 30.05.2018 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar, 622. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi