Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Kennsluráðgjafi/sérfræðingur á skólaskrifstofu 2018

Málsnúmer 201807002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Tekin fyrir greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2.júlí 2018, er varðar mat á ráðningu kennsluráðgjafa / sérfræðings á fræðslu- og menningarsviði.

Samkvæmt vinnureglum Dalvíkurbyggðar á forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri, áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar, að framkvæma mat á þörf fyrir ráðningu í starfið og skila slíku mati skriflega til sveitarstjóra sem leggur það fyrir byggðaráð ef þörf krefur. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru.

Lagt er til að auglýst verði eftir starfsmanni í starfið í 80%-100% stöðugildi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa starfið með áorðnum breytingum á auglýsingu sem gerðar voru á fundinum og að sveitarstjóri aðstoði sviðsstjóra við ráðningarferlið.

Fræðsluráð - 228. fundur - 22.08.2018

Í umboði sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs kynnti kennsluráðgjafi á fræðslusviði, Dóróþea Reimarsdóttir, ráðningu eftirmanns síns. Fjóla Dögg Gunnarsdóttir, Hólavegi 5, Dalvík hefur verið ráðin kennsluráðgjafi á fræðslusviði. Stefnt er að því að hún hefji störf sem fyrst.
Fræðsluráð býður Fjólu Dögg velkomna til samstarfs.