Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Viðauki vegna lagnavinna við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201806066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:42 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs. dagsett þann 21. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.500.000 vegna nýlagna við Öldugötu á Árskógssandi, kr. 3.600.000 á vatnsveitu, 44200-11606, og kr. 6.900.000 á fráveitu, 74200-11606. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á eigíð fé. Fram kemur að lóðum hefur verið úthlutað við Öldugötu og stendur fyrir að hefja gatnagerð og því er nauðsynlegt að ljúka lagnavinnu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 18. júlí 2018, sem er svar við þeirri ósk að gerð yrði grein fyrir því hvað verkþátturinn myndi kosta meira ef hann yrði ekki unnin samhliða jarðvegsvinnu gatnagerðar. Fram kemur að gera má ráð fyrir að kostnaðaraukningin yrði kr. 750.000 sem og að rétt þyki einnig að geta þess að það er gott að láta götur standa í eitt ár eftir jarðvegsskipti áður en þær eru malbikaðar vegna hættu á sigi. Þetta eigi sérstaklega við ef skurðir í þeim vegna lagna eru djúpir.

Til umræðu ofangreint. Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs veitti upplýsingar inn á fundinn í gegnum síma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2018 allt að kr. 10.500.000, þannig að kr. 6.900.000 fari á 44200-11606 og kr. 3.600.000 fari á 74200-11606 vegna lagna í Öldugötu á Árskógssandi og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Byggðaráð óskar eftir að sviðstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð nánari upplýsingar og sundurliðun á kostnaði veitna vegna lagna í Öldugötu, sbr. ofangreint.
Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð upplýsingar og sundurliðun á hver kostnaðurinn var við lagnir í Ægisgötu í samanburði við heimild í framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2018 fyrir þetta tiltekna verk.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl.13:20 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 872 fundi byggðaráðs þann 19.júlí 2018 var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð nánari upplýsingar og sundurliðun á kostnaði veitna vegna lagna í Öldugötu, sbr. ofangreint.
Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð upplýsingar og sundurliðun á hver kostnaðurinn var við lagnir í Ægisgötu í samanburði við heimild í framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2018 fyrir þetta tiltekna verk."

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu-og hafnarsviðs þar sem fram kemur að ekki hafi verið gert ráð fyrir lögnum í Ægisgötu í starfs-og fjárhagsáætlun veitu-og hafnarsviðs fyrir árið 2018 þar sem veitu-og hafnarsvið hafi ekki verið upplýst um þá áætlun að malbika Ægisgötu í ár. Kostnaður liggur ekki fyrir að fullu en kostnaðargögn eru byggð á áætlun og tilboðum.
Lögð fram yfirlitsmynd yfir lagnir í Öldugötu gegnum Ægisgötu í tengingu við neysluvatn og skólp í Sjávarbraut. Lögð fram útboðslýsing og tilboðsskrá í verkið.
Lagður fram tilboðsreikningur frá Da ehf. í efni.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir lið.
Umhverfis- og tæknisvið bauð út gatnagerð við Ægisgötu og Öldugötu á Árskógssandi. Þetta var gert í framhaldi af hönnun framkvæmdarinnar. Þá kom í ljós að lagnakefið var orðið töluvert umfangsmeira og kostnaðarmeira en gert hafði verið ráð fyrir.Í framhaldi sótti sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs um viðauka vegna fráveitu - og vatnsveitulagna. Sjá fylgigögn.
Lagt fram til kynningar.