Byggðaráð

1170. fundur 11. desember 2025 kl. 13:15 - 15:29 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; fundir og samskipti 2025

Málsnúmer 202502027Vakta málsnúmer

Þessum lið frestað þar til á nýju ári.
Frestað.

2.Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa; tillaga fyrir 2026

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundaboði byggðaráðs fylgdi gildandi Samþykkt um starfskjör, laun og þóknana kjörinna fulltrúa til yfirferðar og endurskoðunar.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : AFgreiðslu frestað og unnið áfram að ofangreindu á fundum byggðaráðs."
Á fundinum var unnið að tillögum að breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa miðað við fyrirhugaðar breytingar á nefndaskipan skv. 1. lið hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að stilla upp launum og fundaþóknunum kjörinna fulltrúa í samræmi við ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa ásamt útreikningum miðað við gildistöku 1.1.2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi tillögur að breytingum eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2026

Málsnúmer 202512044Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 ásamt útreikningum á fjárhæðum afsláttar og tekjuviðmiðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 með þeim breytingum að afslátturinn verði óbreyttur á milli ára og efri mmörg tekna fyrir einstaklinga og hjón og sambýlisfólk verði óbreytt á milli ára.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2026

Málsnúmer 202512043Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2026, óbreyttar reglur á milli ára.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá sveitarstjóra; starf byggingarfulltrúa - framhald.

Málsnúmer 202409170Vakta málsnúmer

Á 375. fundi sveitarstjórnar þann 17. desember 2024 var m.a.eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóð með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu byggðaráðs um ráðningu byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar í 55% starf hjá Dalvíkurbyggð skv. samningsdrögum frá 1.1.2025 og til og með 31.12.2025.
Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar verður þá Steinmar H. Rögnvaldsson".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að framlengingu á samningi við Akureyrarbæ vegnaþjónustusamnings vegna starfs byggingarfulltrúa. Þjónustan er á þann veg núna að byggingafulltrúi er á launaskrá hjá Dalvíkurbyggð í 55% starfshlutfalli og þjónusta annarra starfsmanna byggingafulltrúa Akureyrarbæjar er skv. tímavinnu. Sveitarstjóri leggur fram þá beiðni að framlengja núverandi fyrirkomulag á meðan unnið er að nýjum heildarsamningi fyrir þjónustuna við Akureyrarbæ. Í meðfylgjandi drögum er stefnt á að þeirri vinnu verði lokið í mars á næsta ári.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra að framlengja núverandi fyrirkomulag til og með 31. mars 2026.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Frá Vinnuhópi; Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026

Málsnúmer 202510025Vakta málsnúmer

Á 1160. fundi byggðaráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá HMS, dagsett þann 6. október sl., þar sem minnt er á að nú er komið að því að endurskoða húsnæðisáætlanir fyrir árið 2026 og er HMS búið að opna fyrir næstu útgáfu í áætlanakerfinu. Fram kemur að það er mat HMS að áætlanirnar eru orðnar mikilvægar upplýsingar í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda í húsnæðismálum. Líkt og áður þá eiga sveitarstjórnir að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðisáætlanir."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög vinnhópsins að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs; Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202511067Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025, dagsett þann 10. desember sl.

a) Lagt er til að viðaukar nr. 60 og nr. 61 verði settir á 0 vegna lækkunar á launaáætlun fyrir deildir 09510 og 06270 þar sem ekki var svigrúm að reikna út viðaukann í gegnum launaáætlunarkerfið, sbr. bókun og afgreiðsla byggðaráðs á fundi þann 4. desember sl. Í heildarviðauka II er ekki gert ráð fyrir þessum viðaukum.
b) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna launa að upphæð kr. 1.840.471, deild 04210-laun. Gert er ráð fyrir þessari viðaukabeiðni í heildarviðauka II.
c) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá sveitarstjóra vegna lækkunar á framkvæmdaáætlun Vatnsveitu, á lið 44200-11606, samtals kr. 13.600.000 til lækkunar, þar sem ekki verður farið í þessi verkefni á árinu 2025. Búið er að gera ráð fyrir þessum viðauka í heildarviðauka II.
Verk VD016 lækkun um kr. 3.100.000 vegna endurnýjar Öldugötu Dalvík.
Verk VD017 lækkun um kr. 2.000.000 vegna endurnýjunar loka.
Verk VD018 lækkun um kr. 4.500.000 vegna flæðamæla.
Verk E2505 lækkun um kr. 1.000.000 vegna gatnagerð Árskógssandi.
Verk VÁ004 lækkun um kr. 3.000.000 vegna endurnýjunar Þorvaldsdal.
d) Í minnisblaði sviðsstjóra er því velt upp hvort hækka eigi áætlaða uppfærslu lífeyrisskuldbindinga úr kr. 75.145.000 í kr. 91.551.000. Ekki er búið að gera ráð fyrir því í heildarviðauka II.
e) Áætluð verðbólga var hækkuð úr 3,8% í 4,1% skv. Þjóðhagsspá í nóvember og íbúafjöldi uppfærður m.v. upplýsingar úr Íbúasýn sem byggir á Þjóðskrá.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn:
Yfirlit úr fjárhagsáætlunarlíkani sem sýna niðurstöður heildarviðauka II /útkomuspá 2025.
Samanburður á milli áætlana 2025.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2025 með viðaukum.
Yfirlit yfir viðauka 1-64.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að viðaukar nr. 60, deild 09510-laun, og nr. 61, deild 06270-laun, verði 0. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 63 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.840.000, deild 04210-laun. Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni sveitarstjóra, viðauki nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá Skógræktarfélagi Eyfirðingar; Skógræktaráætlanir fyrir Bögg og Brúarhvammsreit

Málsnúmer 202512014Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skógræktaráætlanir fyrir Bögg og Brúarhvammsreit, unnið af Skógræktarfélagi Eyfirðinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum áætlunum til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.
Byggðaráð þiggur gott boð um að fulltrúar Skógræktarfélagsins komi á fund byggðaráðs eftir áramót.

9.Frá Innviðaráðuneytinu; Boð um þátttöku í samráði - Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 562025

Málsnúmer 202512036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir boð frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 5. desember sl., þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2025 - „Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025“. Með þ
Umsagnarfrestur er til og með 16.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202512039Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Frá Herði Snævari Jónssyni; Umsókn um 10 fm skrifstofu

Málsnúmer 202512001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Óðni Steinssyni, verkefnastjóra þvert á svið, dagsettur þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að 10 fm2 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð Ráðhúss var auglýst laust til leigu og var umsóknarfrestur til og með 8. desember sl. Ein umsókn barst frá Herði Snævari Jónssyni. Gildistími samnings er frá og með 15.12.2025 og til og með 30.11.2026. Leigufjárhæðin er 21.075 á mánuði.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/skrifstofurymi-til-leigu-2
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn um leiguhúsnæði og útleigu á rýminu í samræmi við ofangreint.

12.Frá 292. fundi félagsmálaráðs þann 09.12.2025; Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð - samningur við Dalbæ.

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék a fund við umfjöllun og afgreiðslu kl.14:59.

Á 292. fundi félagsmálaráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Kristinn Bogi Antonsson vék af fundi kl 8:45 vegna vanhæfis.
Lagður fyrir samningur vegna félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fjórum greiddum atkvæðum um félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð vísar samningnum til afgreiðslu í Byggðarráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreindur samningur. Samkvæmt lið 1.a. þá er áætluð greiðsla Dalvíkurbyggðar á ári kr. 5.544.640 vegna launa. Samkvæmt lið 1. e) er gert ráð fyrir að Dalvíkurbyggð greiði Dalbæ kr. 120.000 á mánuði vegna leigu.
Gildistími samningsins er 1.1.2026 til 31.12.2029.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög með breytingum sem gerðar voru á fundinum í lið 1.a) og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

13.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Samningur um bókhald- og launavinnslu- endurskoðun

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl.
Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði áfram til samninga við Dalbæ um bókhalds- og launavinnslu í samræmi við ósk Dalbæjar og þær upplýsingar sem komu fram á fundinum frá forsvarsmönnum Dalbæjar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að stilla upp samningsdrögum á grundvelli minnisblaðs sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sviðsstjóra sem og uppfærð drög að samningi á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um verktakaþjónustu vegna vinnslu bókhalds og launa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að halda áfram umfjöllun í janúar.
Afgreiðslu frestað.
Krstinn Bogi tekur ekki þátt í umfjöllun vegna vanhæfis.
Krstinn Bogi kom inn á fundinn að nýju kl. 15:19.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs