Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. októbersl. var samþykkt sú tillaga að fela byggðaráði endurskoðun á samningum milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember og desember.
Á fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var fjármála- og stjórnsýslusviði falið að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir drögum að minnisblaði með yfirliti þeirra verkefna sem leyst eru af hendi starfsmanna.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fyldi uppfært minnisblað sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs þar sem starfsmenn sviðsins hafa tekð saman upplýsingar um þá verkþætti sem inntir eru af hendi ásamt áætluðum tíma að jafnaði.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Dalbæjar í janúar.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að senda ofangreint minnisblað til forstöðumanns Dalbæjar."
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Benedikt Snær Magnússon, formaður stjórnar Dalbæjar, og Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar, kl. 13:15.
Til umræðu ofangreint m.a. í tengslum við verkefnið " Gott að eldast".
Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:50 vegna annarra starfa.
Benedikt Snær og Elísa viku a fundi kl. 13:54.