Öldungaráð; fundir og samskipti 2025

Málsnúmer 202502027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar frá Félagi eldri borgara sem skipa Öldungaráð, Helga Mattína Björnsdóttir, Valdimar Bragason, Kolbrún Pálsdóttir, Hildurgunnur Jóhannesdóttir frá HSN, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14.11.2024 var eftirfarandi bókað:


Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði; Helga Mattína Björnsdóttir, Valdimar Bragason og Kolbrún Pálsdóttir frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi HSN í Öldungaráði, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.
Með fundarboði byggðaráðs þá fylgdi fundargerð frá síðasta fundi, 6. fundi þann 16. mars 2023.
Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.
b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar.
Í hverju sveitarfélagi skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraðra og framkvæmd og þróun öldrunarmála.
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum þá skal Öldungaráð hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sinu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
Helga Mattína, Valdimar, Kolbrún og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:17.
Niðurstaða : Byggðaráð þakkar fulltrúum í Öldungaráði fyrir komuna og góðan fund.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi síðasta fundargerð.

Til umræðu ýmis mál sem sveitarstjóri tók saman í fundargerð.

Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl. 14:15 til annarra starfa.

Helga Mattína, Valdimar, Kolbrún, Hildigunnur viku af fundi kl. 14:19.
Næsti fundur er áætlaður 8. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1149. fundur - 12.06.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar frá Félagi eldri borgara í Öldungaráði; Valdimar Bragason, formaður, Kolbrún Pálsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Fulltrúi HSN boðar forföll vegna sumarleyfa.

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. fundaði Öldungaráð og með fundarboði byggðaráðs fylgdi síðasta fundargerð.
a) Á fundinum var farið yfir meðfylgjandi fundargerð og þau mál sem þá voru rædd og staða þeirra.
b) Önnur mál:
Handavinnan á Dalbæ.
Verkefnið "Gott að eldast" og samningur við Félag eldri borgara. Drög að samningi liggja fyrir.
Form á Öldungarráði; formleg fastanefnd eða samráðsnefnd eins og nú er?
Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar "Gott að eldast".
Aðgengi að Mimisbrunni fyrir fatlaða.
Næsti fundur áætlaður 11. eða 18. september nk.


Sveitarstjóri ritaði fundargerð Öldungarráðs á fundinum.

Valdimar, Kolbrún, Helga Mattína og Eyrún viku af fundi kl. 14:14.
Lagt fram til kynningar.