Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026

Málsnúmer 202511151

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1169. fundur - 04.12.2025

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 26. nóvember sl., þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í samstarfi við Hagstofu Íslands, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið unnið að endurhönnun Upplýsingaveitu sveitarfélaga til að styðja enn frekar við sveitarfélög landsins við að standa við fjárhagsleg markmið sín.
Fyrsta skrefið í endurhönnuninni er stigið nú strax með því að Samband íslenskra sveitarfélaga taki yfir söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026, næstu þriggja ára þar á eftir sem og útgönguspá fyrir 2025.
Nánari leiðbeiningar verða sendar sveitarfélögum innan skamms.
Lagt fram til kynningar.