Frá SSNE; Óskað er tilnefninga í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 202205149

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. maí 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur borist bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem skipunartíma skólanefndar lauk 11. júní sl. Meðfylgjandi er erindi frá ráðuneytinu dagsett þann 18. maí sl. Fram kemur að SSNE tilnefnir tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Dóroþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. maí 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur borist bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem skipunartíma skólanefndar lauk 11. júní sl. Meðfylgjandi er erindi frá ráðuneytinu dagsett þann 18. maí sl. Fram kemur að SSNE tilnefnir tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Dóróþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu byggðaráðs um að tilnefna Dóróþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.