Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Almannavarnanefnd í umdæmi LSNE

Málsnúmer 202206027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, dagsettur þann 7. júní sl., þar sem fram kemur að Almannavarnanefndin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er skipuð bæjarstjórum / sveitarstjórum og oddvitum allra sveitarfélaga í umdæminu samkvæmt 2. gr. samstarfssamnings um almannavarnir í umdæmi LSNE. ( ALNEY ). Að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí sl. urðu / verða sveitarstjóraskipti í einhverjum sveitarfélaganna og einnig voru samþykktar sameiningar einhverra sveitarfélaga í umdæminu. Óskað er eftir því að í þeim sveitarfélögum þar sem breytingar hafa orðið á skipan sveitarstjóra / sveitarfélaga að koma upplýsingum um meðfylgjandi samstarfssamning á framfæri innan sinnar stjórnsýslu. Fram kemur m.a. í samstarfssamningnum að staðgenglar bæjar- og sveitarstjóra eru varamenn þeirra.


Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samstarfssamningnum til umhverfisráðs til upplýsingar.