Frá Skíðafélagi Dalvíkur;Ályktun frá aðalfundi Skíðafélags Dalvíkur -uppbyggingaáætlun félagsins

Málsnúmer 202206034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur haldinn 30. maí sl. skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaáætlun félagsins. Um sé að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara sem var á áætlun fráfarandi sveitarstjórnar á árunum 2020-2025. Aðalfundur skorar á sveitarstjórn að hefja viðræður við félagið sem fyrst og uppfæra áðurgerða áætlun og í framhaldinu setja fjármagn í verkefnin á árunum 2022-2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur haldinn 30. maí sl. skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaráætlun félagsins. Um sé að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara sem var á áætlun fráfarandi sveitarstjórnar á árunum 2020-2025. Aðalfundur skorar á sveitarstjórn að hefja viðræður við félagið sem fyrst og uppfæra áðurgerða áætlun og í framhaldinu setja fjármagn í verkefnin á árunum 2022-2026.
Byggðaráð vísaði erindinu til ráðsins til umfjöllunar.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum skíðafélagsins fyrir næsta fund ráðsins.