Frá Barna- og fjölskyldustofu; Leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar

Málsnúmer 202206010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Barna- og fjölskyldustofu, dagsettur þann 27. maí 2022, er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda eftir kosningar 14. maí sl.
Almenna reglan er að barnaverndarnefndir sem voru starfandi á síðasta kjörtímabili halda umboði sínu og starfa áfram til 1. janúar 2023. Ef barnaverndarnefndir geta ekki starfað áfram eftir sveitarstjórnarkosningar þarf aðkomu sveitarstjórnar að því að kjósa nýja tímabundna barnaverndarnefnd sem mun starfa til 1. janúar 2023.

Til umræðu ofangreint.


Eyrún vék af fundi kl.14:11
Lagt fram til kynningar.