Frá Almannavörnum ríkisins; Samræmd greining á áhættu og áfallaþoli

Málsnúmer 202205201

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavörnum, dagsettur þann 27. maí sl., þar sem fram kmeur að Almannavarnir hafa hrint af stað áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli íslensk samfélags. Þessi vinna er liður í starfi Almannavarna til að aðstoða alla þá sem þurfa að uppfylla kröfur í 15. og 16 gr. laga um almannavarnir. Þar segir að ráðuneyti, undirstofnanir og sveitafélög skulu kanna áfallaþol þess hluta íslensk samfélags sem heyrir undir starfsemi þeirra. Almannavarnir hafa útbúið leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vefsíðu Almannavarna, leiðbeiningarnar auðvelda öllum þesssum aðilum að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli. Einnig hefur verið búin til vefgátt sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um áfallaþol íslensk samfélags.

Nauðsynlegt er að tilkynna tengiliði sveitarfélagsins sem eiga að hafa aðgang að vefgáttinni. Annars vegar aðilar sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Hins vegar þá aðila sem geta skráð sig inn í kerfið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn verði með aðgang að gáttinni:
Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóri. Sveitarstjóri verði sá aðili sem er ábyrgur aðili.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:18 og tók við fundarstjórn.

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavörnum, dagsettur þann 27. maí sl., þar sem fram kemur að Almannavarnir hafa hrint af stað áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli íslensks samfélags. Þessi vinna er liður í starfi Almannavarna til að aðstoða alla þá sem þurfa að uppfylla kröfur í 15. og 16 gr. laga um almannavarnir. Þar segir að ráðuneyti, undirstofnanir og sveitafélög skulu kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem heyrir undir starfsemi þeirra. Almannavarnir hafa útbúið leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vefsíðu Almannavarna, leiðbeiningarnar auðvelda öllum þessum aðilum að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli. Einnig hefur verið búin til vefgátt sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um áfallaþol íslensks samfélags. Nauðsynlegt er að tilkynna tengiliði sveitarfélagsins sem eiga að hafa aðgang að vefgáttinni. Annars vegar aðila sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Hins vegar þá aðila sem geta skráð sig inn í kerfið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn verði með aðgang að gáttinni: Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóri. Sveitarstjóri verði sá aðili sem er ábyrgur aðili."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.