Frá fræðslu- og menningarsviði; Samningur um uppbyggingu á Arnarholtsvelli 2022

Málsnúmer 202205199

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars um uppbyggingu á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal. Fram kemur að aðkoma Dalvíkurbyggðar árið 2022 er í formi framlags upp á kr. 18.000.000 vegna uppbyggingu vélaskemmu.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá fylgiskjölin sem vísað er til í samningsdrögunum. Einnig að orðalag verði endurskoðað og taki mið af samningi um uppbyggingu á gervigrasvelli.

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars um uppbyggingu á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal. Fram kemur að aðkoma Dalvíkurbyggðar árið 2022 er í formi framlags upp á kr. 18.000.000 vegna uppbyggingu vélaskemmu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá fylgiskjölin sem vísað er til í samningsdrögunum. Einnig að orðalag verði endurskoðað og taki mið af samningi um uppbyggingu á gervigrasvelli."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fylgisköl með samningsdrögunum;
Fylgiskjal 1; Framtíðarsýn fyrir Arnarholtsvöll (7. september 2020).
Fylgiskjal 2; Kostnaðaráætlun 2020-2024.
Fylgiskjal 3; Fjárhagsáætlun 2022-2025.
Fylgiskjal 4; Kostnaðaráætlun vélageymslu.
GHD uppbygging vélaskemmu v.03.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs í tengslum við vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026. Á fjárhagsáætlun ársins 2022 eru kr. 18.000.000 heimild til Golfklúbbsins Hamars sem framlag Dalvíkurbyggðar vegna vélageymslunnar.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Byggðaráð vísaði samnning vegna vinnu við fjárhagsáætluna 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026 til ráðsins. Á fjárhagsáætlun ársins 2022 eru kr. 18.000.000 heimild til Golfklúbbsins Hamars sem framlag Dalvíkurbyggðar vegna vélageymslunnar.
Lagt fram til kynningar