Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað;
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Norðurböðum hf., rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur staðfesting á því að það er gagnkvæmur áhugi hjá félaginu að kaupa hlut Dalvíkurbyggðar. Dalvíkurbyggð á að nafnvirði kr. 6.897.040 í félaginu eða 0,92%. Norðurböð hf. eru tilbúin að leggja fram kauptilboð í alla hluti Dalvíkurbyggðar og er kaupverðið tilgreint í erindinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar nk.