Undir þessum lið sat fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að leigusamningi vegna reksturs og umsjónar með tjaldsvæðinu á Hauganesi við Ektafisk ehf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar".
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög með ábendingum sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Til umræðu ofangreint.