Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 335. fundur - 03.04.2020

Til umræðu vinna við umhverfisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins.
Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var til umræðu vinna við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar og var eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins.
Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar.

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Á 940. fundi byggðaráðs þann 8. apríl frestaði ráðið skipan í vinnuhóp vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar en umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins. Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um stofnun vinnuhóps við mótun umhverfisstefnu. Byggðaráð óskar eftir að drög að erindisbréfi og tilnefningum (einn úr umhverfisráði og tveir starfsmenn Dalvíkurbyggðar) verði lögð fyrir og sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 940. fundi byggðaráðs þann 8. apríl frestaði ráðið skipan í vinnuhóp vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar en umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins. Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um stofnun vinnuhóps við mótun umhverfisstefnu.

Byggðaráð óskar eftir að drög að erindisbréfi og tilnefningum (einn úr umhverfisráði og tveir starfsmenn Dalvíkurbyggðar) verði lögð fyrir og sveitarstjórn."

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um umhverfisstefnu og tillaga um að vinnuhópurinn verði þannig skipaður:
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Guðrún Anna Óskarsdóttir, starfsmaður Dalvíkurbyggðar.
Lilja Bjarnadóttir, aðalmaður í umhverfisráði.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum erindisbréf vinnuhóps vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tilnefningu í vinnuhóp um umhverfisstefnu.

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu.

Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs.

Byggðaráð - 987. fundur - 03.06.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu. Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna Loftlagsstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitartjórn.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu. Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna Loftlagsstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitartjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna gerðar loftlagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Einnig samþykkir sveitarstjórn með 7 atkvæðum tillögu að skipan í vinnuhópinn; Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, Guðrún Anna Óskarsdóttir, kennari við Dalvíkurskóla og Lilja Bjarnadóttir, aðalmaður í umhverfisráði.