Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvikurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202103143

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt.
Til umræðu á fundinum og áfram á næstu fundum byggðaráðs.

Byggðaráð - 987. fundur - 03.06.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt. Ofangreint var tekið til umræðu á fundinum og frekari umræðum frestað til næstu funda.
Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 13:07 til annarra starfa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt. Ofangreint var tekið til umræðu á fundinum og frekari umræðum frestað til næstu funda. Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 13:07 til annarra starfa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir ásamt fylgigögnum.