Stafrænt ráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202012108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 972. fundur - 07.01.2021

Tekið fyrir erindi dagsett 29. desember 2020 frá stafrænu ráði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir formlegri afgreiðslu sveitarfélaga á tillögu ráðsins sem er í þremur liðum:

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 m. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 m. kr. á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum.

Samkvæmt útreikningum sem fylgdu tillögunni er áætlaður kostnaður við þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu, árið 2021, 449.760 kr. Gert hefur verið ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið í desember sl. og sat hluti af upplýsingateymi Dalvíkurbyggðar fundinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir jafnframt ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga, liði 1. - 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dagsett 29. desember 2020 frá stafrænu ráði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir formlegri afgreiðslu sveitarfélaga á tillögu ráðsins sem er í þremur liðum: 1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 m. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 m. kr. á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum.

Samkvæmt útreikningum sem fylgdu tillögunni er áætlaður kostnaður við þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu, árið 2021, 449.760 kr. Gert hefur verið ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið í desember sl. og sat hluti af upplýsingateymi Dalvíkurbyggðar fundinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir jafnframt ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga, liði 1. - 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga í þremur liðum.

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:53.

Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. mars 2021, er varðar samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun
Vísað áfram til UT_teymis sveitarfélagsins til upplýsingar og skoðunar.