Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Geymsluskáli við Sandskeið, greinargerð.

Málsnúmer 202105022

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 4. maí 2021, þar sem vísað er til þess að á fjárhagsáætlun ársins 2020 voru áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingu vegna byggingu á geymsluskála veitna við Sandskeið. Í árslok voru færðar um 52,9 m.kr. á verkefnið. Mismunurinn felst aðallega í meiri jarðvinnu en gert var ráð fyrir, lagður var gólfhiti í allt húsið, gera þurfti nýja rafmagnstöflu fyrir húsið og leggja rafstreng.

Fram hefur komið viðbótar reikningur frá verktaka að upphæð um 1,9 m.kr. sem láðst hafði að innheimta fyrir. Heildarkostnaður geymsluskála verður þá um 54,8 m.kr. í stað 45 m.kr.

Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að leggja malbik við innkeyrsluna í geymsluskála og kaup á hillurekkum, áætlaður kostnaður 3,5 m.kr.

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggur til að útistandandi reikningur að upphæð um 1,8 m.kr. verði gerður upp við verktakann og því mætt með því að fresta hluta framkvæmda við geymskuskálann til næsta árs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 4. maí 2021, þar sem vísað er til þess að á fjárhagsáætlun ársins 2020 voru áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingu vegna byggingu á geymsluskála veitna við Sandskeið. Í árslok voru færðar um 52,9 m.kr. á verkefnið. Mismunurinn felst aðallega í meiri jarðvinnu en gert var ráð fyrir, lagður var gólfhiti í allt húsið, gera þurfti nýja rafmagnstöflu fyrir húsið og leggja rafstreng. Fram hefur komið viðbótar reikningur frá verktaka að upphæð um 1,9 m.kr. sem láðst hafði að innheimta fyrir. Heildarkostnaður geymsluskála verður þá um 54,8 m.kr. í stað 45 m.kr. Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að leggja malbik við innkeyrsluna í geymsluskála og kaup á hillurekkum, áætlaður kostnaður 3,5 m.kr. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggur til að útistandandi reikningur að upphæð um 1,8 m.kr. verði gerður upp við verktakann og því mætt með því að fresta hluta framkvæmda við geymskuskálann til næsta árs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021 vegna geymskuskála veitna við Sandskeið.