Frá Fjallabyggð; Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Tekð fyrir erindi frá Fjallabyggð, rafpóstur dagsettur þann 22. september 2020, þar sem vísað er í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sama dag um framtíðarskipulag brunavarna og ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð en það er mat bæjarstjóra Fjallabyggðar að skynsamlegast sé að horfa fyrst til þess möguleika að sameina brunavarnir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Með sameiningu geti náðst fram bætt þjónusta og öryggi fyrir sambærilega fjármuni og sveitarfélögin leggja nú til málaflokksins.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk Fjallabyggðar um viðræður um brunavarnir sveitarfélaganna og felur sveitarstjóra að ræða við bæjarstjóra Fjallabyggðar um fyrirkomulag viðræðna sem og að upplýsa slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og slökkvilið Dalvíkur um ofangreint.

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Samkvæmt samþykkt byggðaráðs á 956. fundi þann 24. september 2020 hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

Framkvæmdarstjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður af úttekt HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu og felur sveitarstjóra að koma með viðauka á næsta fundi vegna þessa.

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri kl. 15:10.

Lögð fram greining HLH ráðgjafar varðandi úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skýrslan var kynnt sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna fimmtudaginn 3. desember og forsvarsmönnum slökkviliðanna föstudaginn 4. desember sl.


Vilhelm vék af fundi kl. 16:03.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri kl. 15:10. Lögð fram greining HLH ráðgjafar varðandi úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skýrslan var kynnt sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna fimmtudaginn 3. desember og forsvarsmönnum slökkviliðanna föstudaginn 4. desember sl. Vilhelm vék af fundi kl. 16:03.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir meðfylgjandi minnisblaði til sveitarstjórnar varðandi ofangreint.
Einnig tóku til máls Þórhalla Karlsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Guðmundur St. Jónsson, Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.

Byggðaráð - 971. fundur - 17.12.2020

Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS bæjarráð Fjallabyggðar; Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson og bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson kl. 15:00.

Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna bæjarstjóra og Tómas Atla Einarsson í formlegan viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögu um niðurstöðu fyrir bæjarstjórn. Lögð er á það rík áhersla að formlegar viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir bæjarstjórn.

Til umræðu ofangreint.

Nanna, Helga, Jón Valgeir og Elías viku af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögur fyrir byggðaráð. Lögð er á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 972. fundur - 07.01.2021

Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna.Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef að sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 972. fundi byggðaráðs þnn 7. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilnefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna. Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef af sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að ekki verði farið lengra i viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef af sameiningu yrði. Sveitarstjórn tekur undir með byggðaráði að leggja áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.