Frá SSNE; Miðstöð velferðatækni, áhersluverkefni 2019

Málsnúmer 202010045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Á ársfundi SSNE þann 10. október 2020 var kynnt áhersluverkefni 2019, Miðstöð velferðatækni. Í verkefninu fólst að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi.

Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.

Með fundarboði fylgdi hlekkur á lokaskýrslu verkefnisins.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til umfjöllunar.

Félagsmálaráð - 244. fundur - 10.11.2020

Málið var tekið fyrir á 960. fundi Byggðaráðs sem haldinn var í fjarfundi 15. október 2020. Þar var bókað: "Á ársfundi SSNE þann 10. október 2020 var kynnt áhersluverkefni 2019, Miðstöð velferðatækni. Í verkefninu fólst að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi.

Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.

Með fundarboði fylgdi hlekkur á lokaskýrslu verkefnisins.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til umfjöllunar."
Félagsmálaráði lýst vel á samstarf sveitarfélaganna vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðatækni á Norðurlandi eystra og felur starfsmönnum að koma með frekari kynningu á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 245. fundur - 08.12.2020

Lagt fram til kynningar skýrsla um möguleika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi. Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leibeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir.
Lagt fram til kynningar.