Átak í fráveitumálum, upplýsingar til sveitarstjórna.

Málsnúmer 202006025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku dagsett 2. júní 2020, kynning á frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna um aukinn stuðning ríkissjóðs við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga á árunum 2020-2030.

Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga til þess að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð fagnar því að baráttumál sveitarfélaganna um aukinn stuðning við fráveituframkvæmdir sé að verða að veruleika.

Veitu- og hafnaráð - 97. fundur - 19.08.2020

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku dagsett 2. júní 2020, kynning á átaki og auknum stuðning ríkissjóðs við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga á árunum 2020-2030.
Með rafpósti sem dagsettur er 27.03.2020 óskaði Samorka eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir Fráveitu Dalvíkurbyggðar á þessu og næsta ári. Þessu erindi var samdægurs svarað.
Samkvæmt upplýsingum frá Samorku er von á niðurstöðu á hvern hátt ríkissjóður mun koma að stuðningi við sveitafélög vegna fráveituframkvæmda í september n.k.
Lagt fram til kynningar.