Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 253. fundur - 08.08.2014

Með bréfi dags. 01. ágúst 2014 óskar Þórhalla Franklín Karlsdóttir fyrir hönd Mótorsportfélags Dalvíkur eftir nýju svæði fyrir félagið samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð fagnar erindinu, en þar sem stór hluti svæðisins liggur innan Friðlands og leigulands Hrísa getur ráðið ekki fallist á umbeðna staðsetningu.
Sviðsstjóra falið að finna staðsetningu í samráði við Mótorsportfélagið.

Umhverfisráð - 254. fundur - 05.09.2014

Til umræðu umsókn mótorsportfélags Dalvíkur um nýtt svæði. Á fundinn mæta forsvarsmenn félagsins.
Umhverfisráð tekur jákvætt í nýja staðsetningu, þó með smávægilegri tilfærslu. Ráðið leggur til að hugmyndin verði kynnt hagsmunaðilum og nágrönnum svæðisins.
UNdir þessum lið mættu fjórir forsvarsmenn félagsins.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Til umfjöllunar umsögn friðlandsnefndar vegna staðsetningar mótorsportbrautar á Hrísamóum.
Það er álit nefndarinnar að gæta ætti varúðar þegar kemur að því að finna svo truflandi starfsemi
stað. Leitast ætti eftir því að staðsetja svæðið fjarri friðlandinu og leyfa svæðinu að njóta sín sem
griðaland fugla og svæði það sem almenningur og ferðamenn geta notið kyrrðar og fagurrar
náttúru.
Ráðið hefur kynnt sér umsögn friðlandsnefndar og leggur til við mótorsport félagið að skoða aðra kosti í samráði við skipulagsfulltrúa.

Umhverfisráð - 265. fundur - 01.07.2015

Til umræðu innsent erindi dags. 3. júní 2015 frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara og í framhaldi mun ráðið boða forsvarsmenn félagsins til fundar.

Umhverfisráð - 266. fundur - 06.08.2015

Til umræðu æfingasvæði fyrir mótorcross
Umhverfisráð felur sviðsstjóra og formanni ráðsins að funda með stjórn félagsins og í framhaldi af því að gera samning um svæðið og það deiliskipulagt.