Ósk um stækkun lóðar

Málsnúmer 201501009

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 259. fundur - 09.01.2015

Innkomið erindi frá Friðrik Friðrikssyni dags. 02.01.2015 þar sem óskað er eftir stækkun á lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð hafnar umbeðinni stækkun.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Á 259. fundi umhverfisráðs þann 9. janúar 2015 var tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni, bréf dagsett þann 2. janúar 2015, þar sem hann óskar eftir stækkun á lóðinni Laugargerði landnr. 209735. Umhverfisráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að hafna erindinu.
Á 265. fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar 2015 var ofangreind afgreiðsla umhverfisráðs til umfjöllunar og afgreiðslu og samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að þessari ósk um stækkun lóðar verði vísað til endurskoðunar á deiliskipulagi Laugahlíðarsvæðis.
Samkvæmt þinglýstum lóðarleigusamningi umræddrar lóðar og skipulagi svæðisins er ekki hægt að verða við ósk um stækkun, en þar sem fyrir liggur að deiliskipulag svæðisins verður endurskoðað er umsækjanda bent á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þegar sú vinna fer í gang.