Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,frístundabyggð í landi Hamars

Málsnúmer 201409038

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 254. fundur - 05.09.2014

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2010
Breyting vegna sumarhúsasvæðis í landi Hamars.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að tillaga að deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Hamars verði auglýst. Í tillögunni felst stækkun frístundasvæðis 646-F í aðalskipulagi og leggur Umhverfisráð til að gerð verði formleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við deiliskipulagstillöguna.
Lögð var fram lýsing fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Umhverfisráð samþykkir lýsinguna og felur sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa hana og kynna í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, frístundabyggð í landi Hamars, dags. 14.10.2014. Breytingin felur í sér stækkun frístundasvæðisins og fjölgun lóða.
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst 24. september 2014 og var hún kynnt ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins 6. október 2014. Umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
Umhverfisráð samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Felur umhverfisráð sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, samanber bókun umhverfisráðs 8. ágúst 2014.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, frístundabyggð í landi Hamars, var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. desember 2015 með athugasemdafresti til 30. janúar 2015. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.