Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 4. fundur - 19.12.2014

Rætt var um hlutverk ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar og hvort núverandi útfærsla á ungmennaráðinu skili tilætluðum árangri. Til umræðu kom aðferðafræði sem Seltjarnarnes tók upp árið 2011. Þar er ekki fast ungmennaráð með nefndarmönnum, heldur eru haldin eru fjögur ungmennaþing á hverju ári þar sem allir á aldrinum 16-25 ára eru velkomnir.
Ráðið telur ekki þörf á að gera breytingar á starfsemi ungmennaráðsins, hins vegar þarf að auglýsa betur fyrir hvað ungmennaráðið stendur fyrir.
Ungmennaráð felur forstöðumanni Víkurrastar að óska eftir því að fá að kynna starfsemi ungmennaráðs fyrir unglingastigi í Dalvíkurskóla.
Ungmennaráð felur forstöðumanni Víkurrastar að útbúa Facebook síðu, sem er hugsuð til að ungmenni í Dalvíkurbyggð geti komið með hugmyndir og ábendingar til ráðsins.
Ungmennaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að óskar eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.
Ungmennaráð samþykkir að standa fyrir ungmennaþingi eigi síðar en í apríl fyrir ungmenni í Dalvíkurbyggð, þar sem öllum ungmennum á aldrinum 14-20 ára verður boðin þátttaka. Þar verði kynnt starfsemi og tilgangur ungmennaráðs sem og önnur málefni sem ungmennaráð telur þörf á að ræða.

Ungmennaráð - 5. fundur - 29.01.2015

Ungmennaráð hefur óskað eftir því að fá að kynna tilgang og markmið ráðsins hjá öðrum ráðum Dalvíkurbyggðar. Þeir sem verða lausir hverju sinni munu fara á fundi ráðanna. Búið er að boða á fund umhverfisráðs föstudaginn 6. febrúar kl. 10:00. Einnig er búið að boða ráðið á fund íþrótta- og æskulýðsráðs kl. 9:30. Hugrún Lind Bjarnadóttir, Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson munu mæta á þessa fundi fyrir hönd ungmennaráðs.
Sunneva Halldórsdóttir kom á fundinn undir þessum lið kl. 18:35

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Á fundinn mættu fulltrúar ungmennaráðs Hugrún Lind Bjarnadóttir, Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson ásamt Viktori Má Jónassyni starfsmanni ráðsins. Héldu þau kynningu á hlutverki og tilgangi ungmennaráðs þar sem minnt var á mikilvægi þess að málefni sem snerta ungmenni á einn eða annan hátt séu send til umsagnar hjá ungmennaráði.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar góða kynningu og hlakkar til frekara samstarfs.

Fulltrúar ungmennaráðs véku af fundi eftir þennan dagskrálið.

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Á 4. fundi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar var rætt um hlutverk og starfsemi ungmennaráðsins. Þar var bókað:

Ungmennaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að óska eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

Kl. 14:30 komu á fund ráðsins Patrekur Óli Gústafsson, varamaður ungmennaráðs, Eiður Máni Júlíusson, aðalmaður ungmennaráðs, og Viktor Már Jónasson, forstöðumaður Víkurrastar og starfsmaður ráðsins, og fóru yfir hlutverk og starfsemi ungmennaráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Patreki Óla, Eiði Mána og Viktori Má fyrir kynningu á starfsemi ungmennaráðsins.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Fulltrúar frá Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar koma á fundinn til að minna á og kynna starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.
Erindi frestað til næsta fundar vegna fjölda erinda.

Veitu- og hafnaráð - 24. fundur - 11.02.2015

Ungmennaráð hefur áhuga á að koma á fund veitu- og hafnaráðs og kynna starfssemi þess.
Frestað til næsta hefðbundins fundar ráðsins.

Fræðsluráð - 189. fundur - 11.02.2015

Frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 185. fundur - 12.02.2015

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund félagsmálaráðs og kynna sína starfsemi. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð þakkar Ungmennaráði fyrir kynninguna og hlakkar til að eiga samstarf við nefndina.
Tveir nefndarmenn þeir Eiður Máni Júlíusson og Patrekur Óli Gústafsson úr ungmennaráði kynntu starfsemi ráðsins. Ungmennaráð kom inn á fund kl 13:15 og véku af fundi 13:30.

Byggðaráð - 726. fundur - 12.02.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:00 fulltrúar úr Ungmennaráði, Patrekur Óli Gústafsson, Eiður Máni Júlíusson og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 4. fundi Ungmennaráðs þann 19. desember 2014 var samþykkt að óska eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

Fulltrúar úr Ungmennaráði kynntu hlutverk og starf Ungmennaráðs.

Patrekur Óli, Eiður Máni og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:52.
Lagt fram.

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Undir þessum lið kom fulltrúi úr ungmennaráði Dalvíkurbyggðar, Hugrún Lind Bjarnadóttir á fundinn.
Hugrún kynnti hlutverk ungmennaráðs og hvatti fundarmenn til að vísa málum, sem erindi eiga við ungmenni, til umsagnar ungmennaráðs.

Menningarráð þakkar Hugrúnu kærlega fyrir kynninguna og gagnlegar umræður.

Hugrún vék af fundi 8:40

Veitu- og hafnaráð - 26. fundur - 10.03.2015

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund veitu- og hafnaráðs og kynna starfsemi sína. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð.
Enginn mætti frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar en þau höfðu bókað sig á fund ráðsins kl. 7:30.

Landbúnaðarráð - 95. fundur - 12.03.2015

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund Landbúnaðarráðs og kynna sína starfsemi. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð þakkar Ungmennaráði fyrir kynninguna og hlakkar til að eiga samstarf við nefndina.
Þrír nefndarmenn þau Eiður Máni Júlíusson,Patrekur Óli Gústafsson og Hugrún Lind Bjarnadóttir úr ungmennaráði kynntu starfsemi ráðsins. Ungmennaráð kom inn á fund kl 08:15 og véku af fundi 08:30.

Fræðsluráð - 190. fundur - 18.03.2015

Undir þessum lið voru boðaðir fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar til að kynna starfsemi ráðins.



Fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar mættu ekki á fundinn.