Frá Umhverfisstofnun; Samningur um Friðland Svarfdæla, óundirrituð drög.

Málsnúmer 201302077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 690. fundur - 06.02.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að samningi á milli Umhverfisstofnunar og Dalvíkurbyggðar um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla í Svarfaðardal.

Gildistími samnings þessa er 5 ár frá undirritun og staðfestingu umhverfis- og auðlindaráðherra. Hvor samningsaðili um sig getur óskað eftir endurskoðun á samningi þessum hvenær sem er. Þó skal endurskoða samninginn eigi síðar en að 3 árum liðnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 722. fundur - 08.01.2015

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi greinargerð um framkvæmdir í og í sambandi við Friðland Svarfdæla í Svarfaðardal árið 2014 frá Hjörleifi Hjartarsyni, verkefnisstjóra dagsett þann 30. desember 2014.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 259. fundur - 09.01.2015

Til kynningar skýrsla um Friðland Svarfdæla 2014.
Umhverfisráð hefur kynnt sér skýrsluna.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Til kynningar skýrsla um Friðland Svarfdæla 2014
Ráðið hefur kynnt sér skýrsluna og lýst vel á þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í.

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að boða sérfræðinga á næsta fund ráðsins í janúar 2018.

Umhverfisráð - 301. fundur - 02.02.2018

Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla.
Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33

Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 857. fundur - 22.02.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:50.

Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33 Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til umræðu ofangreind drög að samningi.

Börkur Þór vék af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri.

Umhverfisráð - 317. fundur - 27.03.2019

Til kynningar og umræðu ný drög af umsjónarsamningi Friðlands Svarfdæla frá umhverfisstofnun.
Umhverfisráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að gengið verði frá samningnum.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:50. Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00 Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33 Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til. Samþykkt með fimm atkvæðum." Til umræðu ofangreind drög að samningi. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs með Umhverfisstofnun þann 4. mars s.l. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög að samningi um Friðland Svarfdæla. Samningsdrögin voru til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og gerði umhverfisráð ekki efnislegar athugasemdir við framlögð gögn og samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að gengið verið frá samningnum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar.

Byggðaráð - 903. fundur - 11.04.2019

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 samþykkti byggðaráð að fresta afgreiðslu á samningi við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og fól sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.