Umhverfisráð

278. fundur 10. júní 2016 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helgi Einarsson til fundar.

1.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201605082Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010, þéttbýlismörkum á Árskógssandi og nýju verslunar- og þjónustusvæði.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Deiliskipulag Árskógssandi

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi ásamt greinargerð.Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer

Til kynningar skipulagslýsing móttekin dags. 9. júní 2016 vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skáldalæk ytri, en eftir landskipti eru áform um að vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús á þessum reit.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um skipulagslýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Ósk um skráningu lögheimilis

Málsnúmer 201403175Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.
Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins.

Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Rekstrarleyfi - Áholt 3

Málsnúmer 201606006Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rekstrleyfis að Ásholti 3, Hauganesi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Sognstún 1 (Vegamót) umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201605150Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rekstarleyfis að Sognstúni 1, Dalvík
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa.

Samþykkt með fimm atkvæðum.
Undir þessu lið mæta þau Anna Kristín Guðmundsdóttir og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 09:34

7.Kynning á lokaverkefni Önnu Kristínar Guðmundsdóttur í umhverfisskipulagi

Málsnúmer 201606001Vakta málsnúmer

Kynning á lokaverkefni Önnu Kristínar Guðmundsdóttur í umhverfisskipulagi.
Umhverfisráð þakkar Önnu Kristínu fyrir glæsilega kynningu og leggur til að sveitarstjórn óski eftir að fá samskonar kynningu.
Anna Kristín vék af fundi kl.10:01
Valur Þór Hilmarsson sat einnig undir þessum lið

8.Umhirða við Sandskeið og aðliggjandi svæði

Málsnúmer 201606020Vakta málsnúmer

Til umræðu umhirða við Sandskeið og aðliggjandi svæði.
Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar felur sviðs- og umhverfisstjóra ásamt formanni ráðsins að funda með verktökum við Sandskeið og kynna fyrir þeim hver stefna ráðsins er í umhverfismálum við Sandskeið og hvaða áætlun er í gangi til að framfylgja henni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um lóð til leigu við Karlsbraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201606002Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 1. júní 2016 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir að taka á leigu lóðina Karlsbraut 3, Dalvík.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsingar um hver fyrirhuguð notkun umsækjenda er á lóðinni.
Valur Þór sat einnig undir þessum lið.
Valur Þór vék af fundi kl. 10:44

10.Framkvæmdir á vegum Umhverfis- og tæknisviðs sumarið 2016

Málsnúmer 201604066Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að breytingum á framkvæmdaráætlun 2016.
Umhverfisráð óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdum við Svarfaðarbraut sunnan Mímisvegar, en að öðru leyti samþykkir ráðið framlagðar tillögur.

Samþykkt með fimm atkvæðum.
Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 08:58. Helga Íris kom aftur inn á fundinn kl.09:22

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.

Málsnúmer 201606021Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir Kristján E. Hjartarsson um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að koma sjónarmiðum hverfisnendar Hríseyjar á framfæri við veitu- og hafnarráð Dalvíkurbyggðar og Vegagerðina.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir hönd Svavars Sigurðssonar

Málsnúmer 201605129Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 25. maí 2016 óska þau Ingibjörg Þórlaug Þorsteinsdóttir og Sigurður Tryggvi Konráðsson eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á Árskógssandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið stöðuleyfi til eins árs og einnig að kanna hug næstu nágranna áður en leyfið er gefið út.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um uppsettningu á auglýsingaskiltum

Málsnúmer 201605130Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 25. maí 2016 óska þau Júlíus Garðar Júlíusson og Gréta Guðleif Arngrímsdóttir eftir leyfi til uppsetningar á þremur skiltum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að veita umrætt leyfi til eins árs.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

14.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Öldugötu 22, Árskógsströnd

Málsnúmer 201606027Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Bruggsmiðjunar Kalda ehf óskar Agnes Anna Sigurðardóttir eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Öldugötu 22, Árskógssandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs