Umhirða við Sandskeið og aðliggjandi svæði

Málsnúmer 201606020

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Valur Þór Hilmarsson sat einnig undir þessum lið
Til umræðu umhirða við Sandskeið og aðliggjandi svæði.
Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar felur sviðs- og umhverfisstjóra ásamt formanni ráðsins að funda með verktökum við Sandskeið og kynna fyrir þeim hver stefna ráðsins er í umhverfismálum við Sandskeið og hvaða áætlun er í gangi til að framfylgja henni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 290. fundur - 15.05.2017

Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði.

Undir þessum kom á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 16:32.
Umhverfisráð felur umhverfisstjóra að hrinda í framkvæmd hreinsunarátaki við Sandskeið í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Fjarlægð verði númerslaus ökutæki og aðrir lausamunir sem ekki eru í almennri notkun.

Einnig óskar ráðið eftir að lausamunir á lóð sveitarfélagsins milli Sandskeiðs 21 og 27 verði fjarlægðir.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 291. fundur - 16.06.2017

Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði eftir átak sem gert var í samvinnu við HNE í vor.
Undir þessum lið situr Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri.
Ráðið felur umhverfisstjóra að fjarlægja þá muni sem límt var á um miðjan maí í samráði við HNE fyrir lok júní 2017.
Tekið skal fram eigendur þessara muna hafa haft rúman tíma til að bregðast við.
Samþykkt með fimm atkvæðum