Framkvæmdir á vegum Umhverfis- og tæknisviðs sumarið 2016

Málsnúmer 201604066

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 275. fundur - 15.04.2016

Til umræðu framkvæmdir sumarsins 2016 á vegum umhverfis- og tæknisviðs
Liðnum frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Valur Þór sat einnig undir þessum lið.
Valur Þór vék af fundi kl. 10:44
Lögð fram tillaga sviðsstjóra að breytingum á framkvæmdaráætlun 2016.
Umhverfisráð óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdum við Svarfaðarbraut sunnan Mímisvegar, en að öðru leyti samþykkir ráðið framlagðar tillögur.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:00.



Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram tillaga sviðsstjóra að breytingum á framkvæmdaráætlun 2016.

Umhverfisráð óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdum við Svarfaðarbraut sunnan Mímisvegar, en að öðru leyti samþykkir ráðið framlagðar tillögur. Samþykkt með fimm atkvæðum. "



Til umræðu staða framkvæmda og viðhalds ársins 2016 skv. starfs- og fjárhagsáætlun.



Kristján vék af fundi undir þessum lið kl. 14:14 til annarra starfa.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:40.
Lagt fram til kynningar.