Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.

Málsnúmer 201606021

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 08:58. Helga Íris kom aftur inn á fundinn kl.09:22
Fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir Kristján E. Hjartarsson um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur sviðsstjóra að koma sjónarmiðum hverfisnendar Hríseyjar á framfæri við veitu- og hafnarráð Dalvíkurbyggðar og Vegagerðina.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 50. fundur - 29.06.2016

´Svisstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar kom á fundinn 7:53 og yfirgaf fund 7:55.
Á 278. fundi umhverfisráðs var umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhýsis við ferjubryggjuna á Árskógssandi frestað þar sem fram koma í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar óskir um meira samráð.

Umhverfisráð óskar eftir að veitu- og hafnarráð kanni frekar í samráði við Vegagerðina aðra staðsettningu á umræddu aðstöðuhýsi.



Í byrjun september 2015 komu fulltrúar frá Vegagerðinni til að skoða aðstæður fyrir aðstöðuhús við höfnina á Ársskógssandi. Þrír valkostir voru skoðaðir, sjá kosti á minnisblaði frá Akureyrarbæ, en tveir að tillögu frá Dalvíkurbyggð og ein tillaga frá Hríseyingum. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór með áðurnefndum fulltrúunum á vettvang þar sem þeir kynntu sér aðstæður. Í framhaldi þá kom það minnisblað frá Vegagerð ríkisins, þar sem tillögurnar eru sendar út til aðila til umfjöllunar, þ.e. Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar. Hér á eftir er ferill málsins rakin í gegnum fundarkerfi Dalvíkurbyggðar. Í framhaldi var gert lóðarblað og lóðarleigusamningur sem Vegagerðin hefur undirritar og er þar með lóðarhafi en umræddur lóðarleigusamningur var þinglýstur í lok janúar 2016.



Þetta mál var til umfjöllunar á 40. fundi veitu- og hafnaráðs,þar var eftirfarandi fært til bókar í inngangi:

"Með rafpósti, sem dagsettur er 9. október 2015, fylgdi minnisblað þar sem farið er yfir þá kosti sem til greina koma í allítarlegu máli."



Niðurstaða ofangreinds fundar var eftirfarandi:

"Veitu- og hafnaráð mælir með því að leið b verði farin, en hún er tilgreind á framlögðu minnisblaði frá Vegagerð ríkisins sem dagsett er 7. október 2015."



Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkubyggðar var afgreiðsla veitu- og hafnaráðs á erindinu staðfest með eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs".



Umrætt minnisblað var einnig kynnt fyrir bæjaryfirvöldum á Akureyri, sem ekki gerðu athugasemdir við tillögur Vegagerðar ríkisins, eða afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á erindinu.
Þegar veitu- og hafnaráð fékk tillögu Vegagerðar ríkisins til skoðunar þá var valin sú staðsetning sem gæti þjónað farþegum ferjunnar sem best, og gerlegt væri að tengja hýsið við þjónustuveitur Dalvíkurbyggðar og síðast en ekki síst myndi ekki skerða þróunarmöguleika hafnarinnar á Ársskógsandi til framtíðar litið. Að þessu sögðu þá mælir veitu- og hafnaráð með óbreyttri staðsetningu á hýsinu.

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis kl. 09:50
Fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 6. júní 2016 fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi.
Umhverfiráð samþykkir innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Helga Íris Ingólfsdóttir koma aftur inn á fundinn kl. 09:58