Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Til kynningar skipulagslýsing móttekin dags. 9. júní 2016 vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skáldalæk ytri, en eftir landskipti eru áform um að vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús á þessum reit.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um skipulagslýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Til kynningar skipulagslýsing móttekin dags. 9. júní 2016 vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skáldalæk ytri, en eftir landskipti eru áform um að vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús á þessum reit.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um skipulagslýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

Umhverfisráð - 280. fundur - 26.08.2016

Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 2.6 ha svæði (660-F) fyrir frístundahús í landi Skáldalækjar, nú Skáldalækjar ytri eftir landskipti á jörðinni, sbr. kafla 4.11 í greinargerð. Eigandi jarðarinnar hefur nú áform um að láta vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús inná þessum reit.

Ekki er til deiliskipulag fyrir jörðina Skáldalæk ytri. Stofnuð hefur verið ein lóð Sigurhæð innan svæðisins sem er 1226 m² að stærð með landnr. 223522, en þar hefur verið reist eitt frístundahús. Gert er ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þá einu sem fyrir er ásamt opnu svæði innan frístundasvæðisins eins og getið er í kafla 4.11 í greinargerð með aðalskipulagi. Lóðin Sigurhæð er stækkuð til norðurs um 140 m².

Umsagnir vegna skipulagslýsingar komu frá eftirtöldum aðilum:

Skipulagsstofnun

Umhverfisstofnun

Veitustofnunum

RARIK

Heilbrigðiseftirliti norðurland eystra

Minjastofnun Íslands

Deiliskipulag Skáldalæks ytri, frístundahús

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðis á Skáldalæk ytri.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 55. fundur - 09.11.2016

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar óskar hér með eftir umsögn þinnar stofnunar vegna deiliskipulagstillögu á frístundasvæði í landi Skáldalæks ytri í Dalvíkurbyggð.

Jörðin Skáldalækur ytri er í einkaeigu og hefur eigandi jarðarinnar látið vinna tillögu að deiliskipulagi með fjórum frístundahúsalóðum innan skipulagsreitsins.

Veitu- og hafnaráð gerir engar athugasemdir við umrædda deiliskipulagstillögu á frístundasvæði í landi Skáldalæks ytri í Dalvíkurbyggð, en bendir á að stofnæð vatnsveitu liggur í gegnum svæðið og verður því að taka tillit til þess.

Umhverfisráð - 285. fundur - 02.12.2016

Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 287. fundur - 13.12.2016

Á 285. fundi umhverfisráðs þann 2. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.