Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201605082

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 277. fundur - 13.05.2016

Til kynningar skipulagslýsing dags. 11. maí 2016 vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Fyrirhugað er m.a. að stækka iðnaðar- , viðskipta- og þjónustusvæði.



Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010, þéttbýlismörkum á Árskógssandi og nýju verslunar- og þjónustusvæði.





Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 283. fundur - 14.10.2016

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breyting á aðalskipulagi, þéttbýlismörk á Árskógssandi, nýtt verslunar- og þjónustusvæði.

Tillaga að breytingu aðalskipulagi var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 15. ágúst 2016 með athugasemdafresti til 27. september 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum