Deiliskipulag Árskógssandi

Málsnúmer 201504022

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 262. fundur - 10.04.2015

Til umræðu deiliskipulag á Árskógsströnd
Ráðið hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn og gerir ekki athugasemdir.

Veitu- og hafnaráð - 49. fundur - 07.06.2016

Með bréfi sem dagsett er 19. maí 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, er óskað eftir umsögn veitu- og hafnaráðs vegna lýsingar deiliskipulagstillögu og á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð.Í bréfinu kemur eftirfarandi fram; "Skipulagsgerðin felur í sér breytingu á aðalskipulagi þar sem þéttbýlismörkum verður breytt og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu, svæði 708-V, verður vestan svæðis 703-A.Helstu viðfangsefni við gerð deiliskipulagsins eru fyrirhugaðar stækkanir á bjórverksmiðju og afmörkun nýrra lóða fyrir fjölbreytta athafnastarfsemi. Einnig er stefnt að uppbyggingu alhliða ferðaþjónustu, m.a. gistiskálum, veitingaaðstöðu og annarri þjónustustarfsemi á vesturhluta svæðisins og er mörkum þéttbýlisuppdráttar breytt þess vegna."

Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við lýsingu á fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð - 278. fundur - 10.06.2016

Lögð fram drög að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi ásamt greinargerð.Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 279. fundur - 15.07.2016

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 283. fundur - 14.10.2016

Deiliskipulag athafna- verslunar- þjónustu og íbúðarsvæðis Árskógssandi.

Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 15. ágúst 2016 með athugasemdafresti til 27. september 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna þéttbýlismarka m.m. hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum