Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar snemma árs 2019.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn og fer yfir og ræðir meginatriði endurskoðunar aðalskipulagsins s.s. helstu viðfangsefni, forsendur og efnistök.
Þau Árni, Ágúst og Lilja viku af fundi kl. 11:05
Umhverfisráð leggur til að samið verði við Teiknistofu Arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar
Ráðið felur sviðsstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun endurskoðun á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð - 330. fundur - 06.12.2019

Til umræðu skipulagsslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar
Undir þessu lið kom inn á fundinn kl. 09:00 Árni Ólafsson arkitekt.
Árni Ólafsson vék af fundi kl. 11:24
Umhverfisráð þakkar Árna fyrir góðan fund.

Umhverfisráð - 332. fundur - 31.01.2020

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá breytingum á lýsingunni í samræmi við umræður á fundinum, hún verði svo auglýst og send umsagnaraðilum sbr. 1. mgr. 30. gr.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 939. fundur - 26.03.2020

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning.
Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26.mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning. Jón Ingi Sveinsson situr hjá."
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Með innsendu erindi dags. 28.febrúar 2020 óskar skipulagsstjóri Dalvíkurbyggðar eftir umsögn á skipulagslýsingu vegna endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2020-2032 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Eftirfarandi kemur fram í kafla 3.5.2 Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun vatns
"Stefnt skal að því að gæði sjávar við strendur Eyjafjarðar verði í hæsta flokki (flokkur A) miðað við ákvæði reglugerða."
Veitu- og hafnaráð vill benda á að hér vantar skilgreiningu við hvað er átt. Í svæðisskipulagi Eyjafjarðar kemur fram að hér er átt við að Eyjafjörður er síður viðkvæmur viðtaki og óskar ráði eftir því að þetta verði lagfært í fyrirliggjandi Skipulags- og matslýsingu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum þá athugasemd sem fram er sett í inngangi.