Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar snemma árs 2019.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn og fer yfir og ræðir meginatriði endurskoðunar aðalskipulagsins s.s. helstu viðfangsefni, forsendur og efnistök.
Þau Árni, Ágúst og Lilja viku af fundi kl. 11:05
Umhverfisráð leggur til að samið verði við Teiknistofu Arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar
Ráðið felur sviðsstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun endurskoðun á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð - 330. fundur - 06.12.2019

Til umræðu skipulagsslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar
Undir þessu lið kom inn á fundinn kl. 09:00 Árni Ólafsson arkitekt.
Árni Ólafsson vék af fundi kl. 11:24
Umhverfisráð þakkar Árna fyrir góðan fund.

Umhverfisráð - 332. fundur - 31.01.2020

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá breytingum á lýsingunni í samræmi við umræður á fundinum, hún verði svo auglýst og send umsagnaraðilum sbr. 1. mgr. 30. gr.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 939. fundur - 26.03.2020

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning.
Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26.mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning. Jón Ingi Sveinsson situr hjá."
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Með innsendu erindi dags. 28.febrúar 2020 óskar skipulagsstjóri Dalvíkurbyggðar eftir umsögn á skipulagslýsingu vegna endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2020-2032 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Eftirfarandi kemur fram í kafla 3.5.2 Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun vatns
"Stefnt skal að því að gæði sjávar við strendur Eyjafjarðar verði í hæsta flokki (flokkur A) miðað við ákvæði reglugerða."
Veitu- og hafnaráð vill benda á að hér vantar skilgreiningu við hvað er átt. Í svæðisskipulagi Eyjafjarðar kemur fram að hér er átt við að Eyjafjörður er síður viðkvæmur viðtaki og óskar ráði eftir því að þetta verði lagfært í fyrirliggjandi Skipulags- og matslýsingu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum þá athugasemd sem fram er sett í inngangi.

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar var auglýst 28. febrúar 2020. Óskað var eftir ábendingum, tillögum og sjónarmiðum um fyrirhugaða skipulagsvinnu og var frestur gefinn til 27. apríl 2020. Jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum og sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Vegna aðstæðna var ekki haldinn samráðsfundur eins og til stóð en þess í stað lagt fram aðgengilegt yfirlit yfir meginatriði lýsingarinnar.
Fjölmargar umsagnir og ábendingar bárust á auglýsingatímanum.
Ábendingar og athugasemdir sem bárust verða hafðar til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulagsins eftir því sem þær eiga við. Stefnt er að því að almennur samráðsfundur um áherslur og efnistök við endurskoðun aðalskipulagsins verði haldinn síðar á þessu ári.

Umhverfisráð - 347. fundur - 08.01.2021

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:02

Árni og Lilja viku af fundi kl. 11:18
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjöfunum að vinna tillögurnar áfram samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram uppfærðar tillögur föstudaginn 5. febrúar.

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Undir þessum lið kom inn á fundinn í fjarfundi Árni Ólafsson, kl. 08:16
Árni vék af fundi kl. 09:17.
Farið yfir skilgreiningar á landnotkunarreitum í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Verið er að vinna að flokkun landbúnaðarlands samkvæmt nýjum viðmiðum Skipulagsstofnunar og uppfæra Minjaskrá. Fyrir liggur að vinna þarf að uppfærðri skráningu á efnistöku- og efnislosunarsvæðum, auk staðsetningar iðnaðar- og athafnasvæða.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 362. fundur - 17.09.2021

Farið yfir stöðu endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar en stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á vordögum.
Umhverfisráð fór yfir valkostagreiningu fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í sveitarfélaginu. Skipulags- og tæknifulltrúa falið að klára þá vinnu fyrir næsta skipulagsfund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Lögð fram og farið yfir valkostagreiningu fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma tillögum ráðsins á framfæri við skipulagsráðgjafa og vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.