Endurnýjun lóðarleigusamnings - Karlsbraut 20

Málsnúmer 202203072

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Önnu Jablonska, dagsett 15. mars 2022, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta eignarinnar.
Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 20 með fyrirvara um samþykki meðeigenda hússins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Önnu Jablonska, dagsett 15. mars 2022, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta eignarinnar. Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 20 með fyrirvara um samþykki meðeigenda hússins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta.