Umsókn um lóð - Öldugata 8

Málsnúmer 202203030

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir liðum 8, 9, 10, 11 og 12.
Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Öldugötu 8, Árskógssandi til byggingar parhúss eða raðhúss.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Öldugötu 8, Árskógssandi til byggingar parhúss eða raðhúss. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Öldugötu 8, Árskógssandi.