Umhverfisráð

361. fundur 03. september 2021 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.

1.Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni.
Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 23. ágúst 2021, óskar Kristinn Magnússon hjá Mannvit eftir umsögn um fyrstu hugmyndir um legu Dalvíkurlínu 2 (DA2) frá Hámundarstaðahálsi að tengivirki í Höfðanum.
Mannvit vinnur að hönnun á DA2 fyrir Landsnet, sem er 66kV jarðstrengur milli Rangarvalla á Akureyri og tengivirkisins við Dalvík.
Meðfylgjandi er loftmynd með hugmynd að legu strengsins.
Umhverfisráð fagnar lagningu jarðstrengs og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagnaleið. Umhverfisráð leggur til að hugað verði að því að nýta tækifærið og leggja göngu- og hjólastíg samhliða framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Lóðarleigusamningar - form og ferlar

Málsnúmer 202108050Vakta málsnúmer

Farið yfir form lóðarleigusamninga í Dalvíkurbyggð og hvort tilefni sé til breytinga.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að leggja drög að stefnu Dalvíkurbyggðar í gerð lóðarleigusamninga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 202108037Vakta málsnúmer

Með umsókn frá 12. ágúst 2021 óska eigendur Bárugötu 2 og Bárugötu 4 á Dalvík eftir endurnýjun á lóðarleigusamningum sínum þannig að þeir endurspegli raunnotkun.
Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Bárugötu 2 og 4 og teikning af breytingum á lóðastærðum.

5.Innskil á lóð - Garðatröð 1e Hamri

Málsnúmer 202108060Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsettu 23. ágúst 2021, skilar Sigríður Hjaltadóttir inn frístundalóðinni að Garðatröð 1e á Hamri.
Umhvefisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Innskil á lóð - Hamar, lóð 17

Málsnúmer 202109006Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, frá 1. september 2021, skila þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Jóhannesson inn lóð nr. 17 á Hamri.
Umverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóð 17 á Hamri aftur inn á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um framlengingu á lóðarúthlutun við Hringtún 13-15

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Með tölvupósti frá 16. ágúst 2021 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk eftir að fá frest í eitt ár til að hefja framkvæmdir á lóðinni við Hringtún 13-15 sem úthlutað var til þeirra árið 2018.


Umhverfisráð veitir Tréverk ehf. frest til 1. október 2021 til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn Barkar Þórs Ottóssonar um lóð að Sandskeiði 20 frá 29. júní sl.
Þar sem umrædd lóð (Baldurshagalóðin) er í raun ekki til í upprunalegri mynd telur umhverfisráð að áður en farið sé í að skilgreina og úthluta nýjum lóðum við Sandskeið þurfi deiliskipulag af svæðinu að liggja fyrir. Umhverfisráð leggur til að farið sé í að deiliskipuleggja athafnasvæðið við Sandskeið sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Gunnarsbraut 8 og 10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði.
Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Árgerði - landsvæði umhverfis lóð

Málsnúmer 202107075Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi umhverfisráðs var skipulags- og tæknifulltrúa falið að gera drög að samningi við eigendur Árgerðis og leggja fyrir ráðið.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að samningi.
Samþykkkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Efnisnámur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202109001Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu efnistökusvæða í sveitarfélaginu og þær beiðnir sem borist hafa um efnistöku.
Umhverfisráð leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að láta kortleggja og meta efnistökusvæði í Dalvíkurbyggð. Útbúa þarf verklagsreglur vegna efnisnáms í landi Dalvíkurbyggðar og gjaldskrá. Ráðið telur að sveitarfélagið sem landeigandi eigi að sækja um starfsleyfi í sínum efnisnámum og gera tímabundna samninga við verktaka hverju sinni.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið byrji á því að sækja um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málaflokka umhverfisráðs janúar - júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Endurskoðun á snjómokstursreglum 2021

Málsnúmer 202107066Vakta málsnúmer

Farið yfir viðmiðunarreglur snjómoksturs.
Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að skilgreina og kostnaðarmeta mögulegar útfærslur á snjómokstri í dreifbýli sveitarfélagsins fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Endurskoðun samþykkta og gjaldskráa umhverfisráðs

Málsnúmer 202108081Vakta málsnúmer

Farið yfir þær gjaldskrár og samþykktir sem heyra undir ráðið.
Umhverfisráð leggur til að farið verði betur yfir samþykktir og gjaldskrár og tekið upp aftur á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Umhverfisráð fór yfir frumdrög að framkvæmdum ársins 2022.

16.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 5

Málsnúmer 2108009FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fimmta afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 31. ágúst 2021.
 • 16.1 202108051 Umsókn um byggingarleyfi - Garðatröð 1a, Hamri
  Tekin fyrir umsókn Óðins Gunnarssonar, um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Garðatröð 1a á Hamri. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir af húsinu og skráningartafla. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 5 Erindi samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi.
 • 16.2 201810094 Frágangur og ástand hússeignar að Hafnarbraut 10 á Dalvík
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 5 Málefni Hafnarbrautar 10 rædd og ákveðið að kalla málsaðila til fundar við byggingafulltrúa.
 • 16.3 201903018 Umsókn um byggingarleyfi - Litlu Hámundarstaðir
  Fjallað um stöðu byggingaframkvæmda á Litlu Hámundarstöðum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 5 Byggingafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
 • 16.4 202108075 Umsókn um byggingarleyfi - Skógarhólar 11
  Tekin fyrir umsókn EGO húsa ehf. um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða raðhúsi að Skógarhólum 11 a, b og c á Dalvík. Meðfylgjandi eru drög að aðaluppdráttum fyrir húsið. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 5 Byggingaráform eru samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi