Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun ársins 2022.

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun er hafin. Á fundinum var farið yfir þau verk sem eru á þriggja ára áætlun og rætt um önnur verkefni sem er fyrirséð að komi til framkvæmda á næstu árum hjá Veitum og Höfnum.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 140. fundur - 26.08.2021

Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun ársins 2022.
Rætt um mál sem varða girðingar í sveitarfélaginu og framtíðarfyrirkomulag þeirra.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Umhverfisráð fór yfir frumdrög að framkvæmdum ársins 2022.

Umhverfisráð - 362. fundur - 17.09.2021

Farið yfir drög að helstu framkvæmdum 2022-2024.

Landbúnaðarráð - 141. fundur - 23.09.2021

Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2022.
Landbúnaðarráð leggur til að haldið verði áfram við endurnýjun girðinga í landi sveitarfélagsins og líka að auknum fjármunum verði veitt til refa- og minkaeyðingar á næsta ári.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 107. fundur - 24.09.2021

Sviðsstjóri kynnti stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 142. fundur - 11.11.2021

Hildur Birna Jónsdóttir boðaði forföll og Guðrún Anna Óskarsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Freyr Antonsson mætti ekki til fundar og ekki varamaður.
Lögð fram starfsáætlun Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 109. fundur - 12.11.2021

Lagt er til að Framkvæmdasvið fari yfir fjárhagsáætlunina og komi með tillögur að frekari niðurskurði á rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2022-2025.
Veitu- og hafnaráð fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og felur sviðsstjóra að fullvinna tillögur að hagræðingu í rekstrar- og fjárhagsáætlun 2022-2025. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.